Kvenfélagskonur ganga á milli þriggja félagsheimila Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2020 12:25 Hópurinn sem lagði af stað í áheitagöngu dagsins frá Félagslundi í morgun. Allir áhugasamir mega slást í för í gönguna en áætlað er að henni ljúki um klukkan 16:00 í dag. Aðsent Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls. Flóahreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls.
Flóahreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira