Romelu Lukaku og Erling Braut Håland hafa verið sjóðandi heitir á árinu og þeir héldu uppteknum hætti í dag.
Inter vann 2-0 sigur á Genoa á heimavelli í dag. Heimamenn í Inter voru sterkari en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik.
Á 64. mínútu leit fyrsta markið dagsins ljós er Romelu Lukaku skoraði enn eitt markið á þessari leiktíð en markið skoraði hann eftir undirbúning Nicolo Barella.
Síðara markið skoraði Danilo D'Ambrosio á 79. mínútu og lokatölur 2-0. Inter er í þriðja sætinu með tíu stig eftir fimm leiki en Genoa er með fjögur stig eftir fjóra leiki.
Romelu Lukaku for club & country so far this season:
— Squawka Football (@Squawka) October 24, 2020
vs. Denmark
vs. Fiorentina
vs. Benevento
vs. Lazio
vs. England
vs. Iceland
vs. Milan
vs. Gladbach
vs. Genoa
9 games. 10 goals. pic.twitter.com/nG6TQwRA6W
Dortmund vann 3-0 heimasigur á lánlausu liði Schalke. Þar var einnig staðan markalaus í hálfleik en Manuel Akanji kom Dortmund yfir á 55. mínútu.
Erling Braut Håland skoraði annað markið á 61. mínútu og þriðja markið skoraði varnarmaðurinn Mats Hummels á 78. mínútu.
Dortmund er í 3. sætinu með tólf stig eftir fimm leiki en Schalke er með eitt stig eftir fimm leiki í 17. sætinu. Þeir hafa fengið á sig nítján mörk í fimm leikjum.
Bundesliga goals scored in 2020:
— William Hill (@WilliamHill) October 24, 2020
Erling Haaland: 18
Schalke: 11
Absolutely bonkers. pic.twitter.com/VJ7L3Xw5CM