Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 09:57 Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar. Vísir/Hafþór Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum frystitogarans sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp fljótlega eftir að lagt var á haf út. Skipið hélt út á sjó áður en niðurstöður úr sýnatökum lágu fyrir. Landhelgisgæslunni var ekki tilkynnt um veikindi skipverjanna. Lögregla skoðar hvort ástæða sé til að rannsaka hópsmitið. Greint hefur verið frá því að útgerðin hafi meinað skipverjum að tjá sig um veikindin. Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á á togaranum, lýsti því að veikir skipverjar hafi verið látnir vinna. „Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV í gærkvöldi. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar, hefur ekki viljað veita viðtöl vegna viðbragða útgerðarinnar við hópsmitinu. Í yfirlýsingu sem send var út í hans nafni í dag biðst hann afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins á mistökum. Í lýsigögnum í Word-skjali með yfirlýsingunni sem var send fjölmiðlum í morgun er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skráð höfundur skjalsins. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Axla ábyrgð á mistökum Rétt hefði verið að tilkynna grun um kórónuveiru um borð í skipinu til Gæslunnar og láta yfirvöldum eftir að ákveða hvort að ástæða væri til að snúa skipinu til hafnar. „Því miður fórst það fyrir og ábyrgð á þeim mistökum mun fyrirtækið að sjálfsögðu axla. Fyrirtækið biður hlutaðeigandi jafnframt einlæglega afsökunar á þessum mistökum,“ segir í yfirlýsingunni. Fullyrt er að það hafi aldrei verið ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skipsins í hættu. „[F]yrirtækinu þykir þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna. Ítrekað skal að fyrirtækinu þykir miður að ekki hafi verið brugðist við með réttum og viðeigandi hætti. Nú er verkefnið að styðja við þá áfhafnarmeðlimi sem glíma við veikindi og byggja upp á ný það traust sem hefur glatast á milli áhafnar og fyrirtækisins vegna atviksins,“ segir í yfirlýsingunni sem Einar Valur skrifar undir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47 Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum frystitogarans sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp fljótlega eftir að lagt var á haf út. Skipið hélt út á sjó áður en niðurstöður úr sýnatökum lágu fyrir. Landhelgisgæslunni var ekki tilkynnt um veikindi skipverjanna. Lögregla skoðar hvort ástæða sé til að rannsaka hópsmitið. Greint hefur verið frá því að útgerðin hafi meinað skipverjum að tjá sig um veikindin. Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á á togaranum, lýsti því að veikir skipverjar hafi verið látnir vinna. „Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni,“ sagði Arnar í viðtali við RÚV í gærkvöldi. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar, hefur ekki viljað veita viðtöl vegna viðbragða útgerðarinnar við hópsmitinu. Í yfirlýsingu sem send var út í hans nafni í dag biðst hann afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins á mistökum. Í lýsigögnum í Word-skjali með yfirlýsingunni sem var send fjölmiðlum í morgun er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skráð höfundur skjalsins. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Axla ábyrgð á mistökum Rétt hefði verið að tilkynna grun um kórónuveiru um borð í skipinu til Gæslunnar og láta yfirvöldum eftir að ákveða hvort að ástæða væri til að snúa skipinu til hafnar. „Því miður fórst það fyrir og ábyrgð á þeim mistökum mun fyrirtækið að sjálfsögðu axla. Fyrirtækið biður hlutaðeigandi jafnframt einlæglega afsökunar á þessum mistökum,“ segir í yfirlýsingunni. Fullyrt er að það hafi aldrei verið ætlun útgerðar eða skipstjóra að stefna heilsu og lífi áhafnar skipsins í hættu. „[F]yrirtækinu þykir þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna. Ítrekað skal að fyrirtækinu þykir miður að ekki hafi verið brugðist við með réttum og viðeigandi hætti. Nú er verkefnið að styðja við þá áfhafnarmeðlimi sem glíma við veikindi og byggja upp á ný það traust sem hefur glatast á milli áhafnar og fyrirtækisins vegna atviksins,“ segir í yfirlýsingunni sem Einar Valur skrifar undir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47 Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04
Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. 24. október 2020 11:47
Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33