Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. október 2020 12:13 Kristján Þór Júlíusson segir ekki sitt að dæma hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Hann vonar af fólk læri af málinu. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38