Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 19:46 Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að bóluefni gegn kórónuveirunni geti verið tilbúið fyrir lok árs. Getty/Alex Edelman Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33
Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30
Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01