Hitabeltisstormurinn Zeta sækir nú í sig veðrið og er óttast að hann verði orðinn að fellibyl þegar hann lendir á Yucatan skaganum í Mexíkó síðar í dag. Þá telja veðurfræðingar líklegt að Zeta haldi för sinni áfram og skelli á ströndum Bandaríkjanna um miðja næsta viku eftir að hafa farið yfir Mexíkó, Jamaíka og hluta Kúbu.
Óljóst er hvar hann lendir á Bandaríkjunum, það gæti orðið einhversstaðar á milli Louisiana og Flórída.
Zeta er 27. stormurinn á á þessu tímabili á Atlantshafi sem fær nafn, og er það met, því aldrei hafa þeir verið svo margir, svo snemma á tímabilinu. Fyrra met var sett 29. nóvember 2005.