Roma fyrsta liðið til að taka stig af Zlatan og félögum á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:50 Úr leik kvöldsins. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira