Milljón krónu spurningin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. október 2020 13:01 Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar