Ætlaði að gista hjá meintum árásarmanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 16:22 Árásin var gerð í Borgarnesi mánudagskvöldið 19. október. Vísir/Egill Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag. Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag.
Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25