Slegist um ketti í Kattholti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2020 21:01 Þetta er einn af þeim fáu köttum sem eftir eru í Kattholti en hann unir sér vel þrátt fyrir lítið sé um félagsskap. Vísir/Sigurjón Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels