Leyfa erlendum sérfræðingum að dvelja á Íslandi í hálft ár Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2020 18:43 Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Fjöldamörg fyrirtæki á heimsvísu, sem áður studdu ekki við það, hafa opnað á fjarvinnu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hafa margir erlendir ríkisborgarar haft hug á að dvelja á Íslandi til lengri tíma og sinna sinni vinnu hér á landi. Nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra kynntu aðgerðir sem gera slíkt kleift á fundi ríkisstjórnar í dag. Hingað til hafa íbúar utan EES aðens geta dvalið hér í 90 daga. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur áhuga á að koma hingað til lengri og skemmri tíma. Við lítum svo á að ef við gerum þeim auðveldara fyrir að koma í sex mánuði, þá leiði það vonandi af sér að einhverjir ákveði að flytja til lengri tíma og verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra. Ráðherra segir að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni þekkingu og tengingum inn í íslenskt umhverfi. „Ég er alveg handviss um að margt jákvætt muni koma út úr þessu og í þessu felast líka heilmikil tækifæri fyrir landsvæðin. Það getur breytt miklu fyrir einstaka sveitarfélög að fá örfáir einstaklingar komi inn á það svæði og gefi margt með sér. Það eykur tengslamyndun og tengingar út. Ég er alveg viss um að þetta muni gera heilmikið gagn,“ segir Þórdís. Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar og er til framkvæmdin áfram til skoðunar til að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma.
Fjarvinna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira