Er Miðflokkurinn hægriflokkur? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2026 14:41 Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor eru ósammála um hvort Miðflokkurinn teljist hægriflokkur. Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. Athygli vakti fyrr í vikunni þegar Sigurður Kári Kristjánsson sagði Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn á landinu í samfélagsmiðlafærslu. Tilefnið var grein Heimildarinnar um sundung hægri manna á Íslandi þar sem haft er eftir Eiríki Bergmann prófessor í stjórnmálafræði að á Íslandi séu þrír hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn. Viðreisn ekki talin hægriflokkur Í 1.2. grein í lögum Miðflokksins segir að flokkurinn sé með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Það hefur þó ekki vafist fyrir kjörnum fulltrúum flokksins að vísa til hans sem hægriflokks, líkt og Sigríður Á. Andersen gerði til dæmis í hlaðvarpinu Þjóðmál í síðasta mánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur alla jafna leitast við að skilgreina flokkinn sem íhaldsflokk sem aðhyllist skynsemishyggju, síðast í Kryddsíld á gamlársdag. Hann hefur sjaldnast látið stöðu á pólitískum ás fylgja skilgreiningunni. Sigurður Kári og Ólafur Þ. Harðarson rökræddu stöðu Miðflokksins á Sprengisandi í morgun. Þeir eru sammála um að ekki sé unnt að skilgreina Viðreisn sem hægriflokk en ósammála um stöðu Miðflokksins. Ólafur segir að sé litið á stefnu og málflutning Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins séu þeir báðir til hægri. Hann vísar til stefnumála um minni ríkisútgjöld og lægri skatta. Til að nálgast vísbendingar um staðsetningu stjórnmálaflokka á pólitíska ásnum sé einnig hægt að líta á gjörðir flokkanna við stjórnvölinn. Það sé þó ekki hægt í tilviki Miðflokksins þar sem flokkurinn hefur aldrei setið í ríkisstjórn. Ef litið er á viðhorf kjósendanna sjálfra sé einnig ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi hægrisinnuðustu viðhorfin og kjósendur Miðflokksins séu ekki langt undan. Viðreisn sé þó langt undan í þeim efnum. „Kjósendur Viðreisnar eru rétt hægra megin við miðjuna þegar þeirra viðhorf eru skoðuð. Og Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, kjósendur þeirra eru á mjög svipuðum stað. Samfylkingin leitar til vinstri og svo litlu vinstri flokkarnir enn lengra til vinstri.“ Miðflokkur steli fylgi Sjalla sem eigi að sækja til hægri Sigurður Kári segist að undanförnu hafa orðið var við að skoðanasystkini hans tvístrist úr Sjálfstæðisflokknum, ýmist í Viðreisn, sem var stofnuð af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum, eða í Miðflokkinn. Hann segir það koma honum spánskt fyrir sjónir, þar sem hann telur hvorugan flokkinn hægri flokk. „Ég er þarna að reyna að útskýra það að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn séu hægriflokkar. Þetta fólk eigi bara hreinlega ekki heima í þessum tveimur flokkum. Þess vegna sé betra að horfa eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann segir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins skýrast af því að það skorti á tillögur sem endurspegli hægristefnu flokksins í efnahagsmálum. Þegar hann sat á þingi fyrir flokkinn hafi hann til að mynda talað fyrir því að leggja niður Ríkisútvarpið. „Ég myndi vilja sjá hérna tillögur um það að minnka efnahagsreikning ríkisins. Ég meina, af hverju er tryggingafélag hérna í eigu ríkisins? Af hverju á ríkið stóran hluta í Landsbankanum og fleiri viðskiptabönkum og ríkisreknum fyrirtækjum? Af hverju er ríkið að reka fjölmiðil? Af hverju koma ekki fram tillögur frá Sjálfstæðisflokknum í þessa veru?“ segir Sigurður. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu misst flokksmenn, sem aðhyllast hægri hugmyndafræði, yfir til Miðflokksins vegna þess að valkostirnir séu ekki nægilega skýrir. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að færa sig lengra til hægri í þessum skilningi, sem skýr hægriflokkur sem berst fyrir atvinnulífinu, eflingu þess og verðmætasköpun og frelsi í landinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Athygli vakti fyrr í vikunni þegar Sigurður Kári Kristjánsson sagði Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn á landinu í samfélagsmiðlafærslu. Tilefnið var grein Heimildarinnar um sundung hægri manna á Íslandi þar sem haft er eftir Eiríki Bergmann prófessor í stjórnmálafræði að á Íslandi séu þrír hægriflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn. Viðreisn ekki talin hægriflokkur Í 1.2. grein í lögum Miðflokksins segir að flokkurinn sé með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Það hefur þó ekki vafist fyrir kjörnum fulltrúum flokksins að vísa til hans sem hægriflokks, líkt og Sigríður Á. Andersen gerði til dæmis í hlaðvarpinu Þjóðmál í síðasta mánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur alla jafna leitast við að skilgreina flokkinn sem íhaldsflokk sem aðhyllist skynsemishyggju, síðast í Kryddsíld á gamlársdag. Hann hefur sjaldnast látið stöðu á pólitískum ás fylgja skilgreiningunni. Sigurður Kári og Ólafur Þ. Harðarson rökræddu stöðu Miðflokksins á Sprengisandi í morgun. Þeir eru sammála um að ekki sé unnt að skilgreina Viðreisn sem hægriflokk en ósammála um stöðu Miðflokksins. Ólafur segir að sé litið á stefnu og málflutning Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins séu þeir báðir til hægri. Hann vísar til stefnumála um minni ríkisútgjöld og lægri skatta. Til að nálgast vísbendingar um staðsetningu stjórnmálaflokka á pólitíska ásnum sé einnig hægt að líta á gjörðir flokkanna við stjórnvölinn. Það sé þó ekki hægt í tilviki Miðflokksins þar sem flokkurinn hefur aldrei setið í ríkisstjórn. Ef litið er á viðhorf kjósendanna sjálfra sé einnig ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi hægrisinnuðustu viðhorfin og kjósendur Miðflokksins séu ekki langt undan. Viðreisn sé þó langt undan í þeim efnum. „Kjósendur Viðreisnar eru rétt hægra megin við miðjuna þegar þeirra viðhorf eru skoðuð. Og Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, kjósendur þeirra eru á mjög svipuðum stað. Samfylkingin leitar til vinstri og svo litlu vinstri flokkarnir enn lengra til vinstri.“ Miðflokkur steli fylgi Sjalla sem eigi að sækja til hægri Sigurður Kári segist að undanförnu hafa orðið var við að skoðanasystkini hans tvístrist úr Sjálfstæðisflokknum, ýmist í Viðreisn, sem var stofnuð af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum, eða í Miðflokkinn. Hann segir það koma honum spánskt fyrir sjónir, þar sem hann telur hvorugan flokkinn hægri flokk. „Ég er þarna að reyna að útskýra það að hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn séu hægriflokkar. Þetta fólk eigi bara hreinlega ekki heima í þessum tveimur flokkum. Þess vegna sé betra að horfa eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann segir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins skýrast af því að það skorti á tillögur sem endurspegli hægristefnu flokksins í efnahagsmálum. Þegar hann sat á þingi fyrir flokkinn hafi hann til að mynda talað fyrir því að leggja niður Ríkisútvarpið. „Ég myndi vilja sjá hérna tillögur um það að minnka efnahagsreikning ríkisins. Ég meina, af hverju er tryggingafélag hérna í eigu ríkisins? Af hverju á ríkið stóran hluta í Landsbankanum og fleiri viðskiptabönkum og ríkisreknum fyrirtækjum? Af hverju er ríkið að reka fjölmiðil? Af hverju koma ekki fram tillögur frá Sjálfstæðisflokknum í þessa veru?“ segir Sigurður. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu misst flokksmenn, sem aðhyllast hægri hugmyndafræði, yfir til Miðflokksins vegna þess að valkostirnir séu ekki nægilega skýrir. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að færa sig lengra til hægri í þessum skilningi, sem skýr hægriflokkur sem berst fyrir atvinnulífinu, eflingu þess og verðmætasköpun og frelsi í landinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent