Rökuðu hárið af manni með hrossaklippum en brotið fyrnt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 20:47 Lýsingarnar í ákærunni þóttu hrottalegar. Getty Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél. Héraðsdómur taldi sannað að minnst fjórir úr hópnum hafi ruðst inn á heimili mannsins og hárið hafi verið rakað af manninu. Dómurinn taldi brotin hins vegar fyrnd. Fimmenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa þann 11. ágúst 2016 ráðist inn á heimili mannsins, veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Fjórum var gefið að sök að hafa haldið honum nauðugum á meðan sá fimmti rakaði rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum, með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Hópurinn samanstóð af fjórum konum og einum karlmanni. Neituðu sök og könnuðust ekki við að hafa beitt manninn ofbeldi Þau voru einnig ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni gegn manninum. Var þremur af þeim gefið að sök að hafa haldið manninum niðri á meðan sá fjórði dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rakvélinni á milli rasskinna mannsins, að endaþarmsopi hans, þar sem hún var skilin eftir í gangi. Maðurinn sem ráðist var á hlaut hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm auk þess sem að hann missti nærri allt hárið af höfði sér. Málið má rekja til ósættis sem varð eftir að maðurinn hafi eytt nóttinni með 18 ára gamalli stúlku, eins og það er orðað í dóminum. Var það sagt hafa lagst illa í vinkonur hennar og samtarfskonur. Hálfum mánuði síðar sagðist hann hafa vaknað við það að átta manns voru komnir inn í svefnherbergi til hans með umræddum afleiðingum. Taldi hann þá fimm sem ákærðir voru hafa verið að verki. Fimmenningarnir neituðu allir sök og könnuðust þeir ekki við að einhvers konar handalögmál hafi átt sér stað eða að hár hafi verið rakað af manninum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði sannað að minnst fjórir af þeim fimm sem voru ákærðir í málinu hafi ráðist inn til mannsins umrætt kvöld. Þá sé óumdeilanlegt að hárið hafi verið rakað af manninum og að telja verði að engum öðrum sé til að dreifa sem þar hafi getað átt hlut að máli nema fjórum af þeim fimm sem ákærðir voru. Brotin fyrnd og kynferðisleg áreitni ósönnuð Dómurinn taldi þessi brot þó vera fyrnd þar sem fjögur ár hafi liðið frá því að þau voru framin en ákæra var gefin út í fyrra. Þá þótti héraðsdómi ósannað að fimmenningarnir hafi gert sekir um kynferðsilega áreitni gegn manninum. Var hópurinn því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 25. september 2020 09:56