Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. október 2020 11:48 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærum fjölgi einnig. Hann segir fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á allra næstu dögum. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 62 voru í sóttkví eða 73 prósent, en 24 voru utan sóttkvíar. Þá liggja nú 58 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Í gær voru 53 á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 21 greindist með veiruna á landamærum. Tíu voru með virkt smit, einn greindist í seinni landamæraskimun en mótefnamælingar er beðið í hinum tilvikunum tíu. Þá lést sjúklingur á níræðisaldri af völdum Covid-19 í gær en um er að ræða tólfta andlátið af völdum veirunnar á Íslandi. Margir nýsmitaðir tengjast Landakoti „Ég er ekki nógu ánægður með þessar tölur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu, inntur eftir viðbrögðum við smittölum dagsins. „Ef við skoðum þetta í samhengi við hvaða einstaklingar þetta eru sem eru að greinast þá eru það mjög margir sem tengjast Landakotshópsýkingunni en það eru líka margir utan þess hóps og þeim fer ekkert fækkandi. Og fjöldinn sem er utan sóttkvíar er ekkert að fara neitt verulega niður þannig að það er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þórólfur segir að svo virðist sem veiran sé ekki að ganga niður. Þá hafi komið upp litlar hópsýkingar hér og þar, til dæmis í skólum. Staðan sé áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að Landspítalinn sé kominn að þolmörkum og farsóttarhúsið í Reykjavík líka. „Þá er þetta áhyggjuefni eins og þetta lítur út,“ segir Þórólfur. Þarf ekki mikið til að setja kerfið úr skorðum Þórólfur segir ekki mikið annað í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Verið er að fara yfir næstu skref með stjórnvöldum en hann gerir ráð fyrir að skila inn minnisblaði með tillögum sínum til heilbrigðisráðherra „alveg á næstunni“. „En ég held að það þurfi ekki stóra hópsýkingu til að setja hér kerfið verulega úr lagi. Og svo erum við líka að horfa upp á það að það eru að greinast fleiri á landamærunum til dæmis, þannig að við þurfum kannski aðeins að endurskoða það eins og ég hef komið að áður. Þannig að við þurfum að girða okkur betur í brók og hugsa þetta aðeins upp á nýtt,“ segir Þórólfur. Þá séu vísbendingar um að smit á landamærunum gætu verið að berast inn í samfélagið. Margir sem greindust með veiruna í gær tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Vísir/Vilhelm Þórólfur bendir á að talsvert íþyngjandi aðgerðir séu þegar í gildi – en einnig margar undanþágur. Spurningin sé hvort nú þurfi að herða aðgerðir frekar svo hægt verði að slaka á þeim aftur sem fyrst. „Við erum á brúninni með að missa þetta út úr höndum og líka að heilbrigðiskerfið er í verulegum vanda. Það er búið að fresta valkvæðum aðgerðum og þetta er farið að koma niður á annarri starfsemi í heilbrigðisþjónustunni. Við þurfum að taka þetta allt saman með í reikninginn.“ Þegar þú talar um að bæta kannski í sóttvarnaaðgerðir, hversu langt sérðu fyrir þér að ganga? Sérðu fyrir þér að ganga jafnlagt og var gengið í fyrstu bylgjunni, þegar skólahald var skert, leikskólahald og annað? „Það eru náttúrulega ekki margir möguleikar í stöðunni ef við ætlum að herða aðgerðir. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Grundvallaratriðið sé að koma í veg fyrir hópamyndun og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir. Þegar það sé haft í huga séu úrræðin ekki ýkja mörg. Of snemmt sé þó að segja til um það hvort næstu aðgerðir muni teygja sig inn í skólana. Þórólfur telur að verði gripið til harðra aðgerða komi árangur af þeim fram einhverjum vikum síðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærum fjölgi einnig. Hann segir fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á allra næstu dögum. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 62 voru í sóttkví eða 73 prósent, en 24 voru utan sóttkvíar. Þá liggja nú 58 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Í gær voru 53 á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu. 21 greindist með veiruna á landamærum. Tíu voru með virkt smit, einn greindist í seinni landamæraskimun en mótefnamælingar er beðið í hinum tilvikunum tíu. Þá lést sjúklingur á níræðisaldri af völdum Covid-19 í gær en um er að ræða tólfta andlátið af völdum veirunnar á Íslandi. Margir nýsmitaðir tengjast Landakoti „Ég er ekki nógu ánægður með þessar tölur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu, inntur eftir viðbrögðum við smittölum dagsins. „Ef við skoðum þetta í samhengi við hvaða einstaklingar þetta eru sem eru að greinast þá eru það mjög margir sem tengjast Landakotshópsýkingunni en það eru líka margir utan þess hóps og þeim fer ekkert fækkandi. Og fjöldinn sem er utan sóttkvíar er ekkert að fara neitt verulega niður þannig að það er það sem ég hef áhyggjur af.“ Þórólfur segir að svo virðist sem veiran sé ekki að ganga niður. Þá hafi komið upp litlar hópsýkingar hér og þar, til dæmis í skólum. Staðan sé áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að Landspítalinn sé kominn að þolmörkum og farsóttarhúsið í Reykjavík líka. „Þá er þetta áhyggjuefni eins og þetta lítur út,“ segir Þórólfur. Þarf ekki mikið til að setja kerfið úr skorðum Þórólfur segir ekki mikið annað í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Verið er að fara yfir næstu skref með stjórnvöldum en hann gerir ráð fyrir að skila inn minnisblaði með tillögum sínum til heilbrigðisráðherra „alveg á næstunni“. „En ég held að það þurfi ekki stóra hópsýkingu til að setja hér kerfið verulega úr lagi. Og svo erum við líka að horfa upp á það að það eru að greinast fleiri á landamærunum til dæmis, þannig að við þurfum kannski aðeins að endurskoða það eins og ég hef komið að áður. Þannig að við þurfum að girða okkur betur í brók og hugsa þetta aðeins upp á nýtt,“ segir Þórólfur. Þá séu vísbendingar um að smit á landamærunum gætu verið að berast inn í samfélagið. Margir sem greindust með veiruna í gær tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Vísir/Vilhelm Þórólfur bendir á að talsvert íþyngjandi aðgerðir séu þegar í gildi – en einnig margar undanþágur. Spurningin sé hvort nú þurfi að herða aðgerðir frekar svo hægt verði að slaka á þeim aftur sem fyrst. „Við erum á brúninni með að missa þetta út úr höndum og líka að heilbrigðiskerfið er í verulegum vanda. Það er búið að fresta valkvæðum aðgerðum og þetta er farið að koma niður á annarri starfsemi í heilbrigðisþjónustunni. Við þurfum að taka þetta allt saman með í reikninginn.“ Þegar þú talar um að bæta kannski í sóttvarnaaðgerðir, hversu langt sérðu fyrir þér að ganga? Sérðu fyrir þér að ganga jafnlagt og var gengið í fyrstu bylgjunni, þegar skólahald var skert, leikskólahald og annað? „Það eru náttúrulega ekki margir möguleikar í stöðunni ef við ætlum að herða aðgerðir. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Grundvallaratriðið sé að koma í veg fyrir hópamyndun og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir. Þegar það sé haft í huga séu úrræðin ekki ýkja mörg. Of snemmt sé þó að segja til um það hvort næstu aðgerðir muni teygja sig inn í skólana. Þórólfur telur að verði gripið til harðra aðgerða komi árangur af þeim fram einhverjum vikum síðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38 Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Alls greindust 86 innanlands í gær Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 28. október 2020 10:59
Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22
Lést af völdum Covid-19 Einn lést af völdum Covid-19 hér á landi síðasta sólarhring. 28. október 2020 11:38
Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37