Ofurkýrin Staka með 14 þúsund lítra af mjólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2020 20:00 Kýrin Staka, sem er einstakur gripur enda mjólkar hún og mjólkar eigendum sínum til mikillar ánægju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira