Frakkar skella í lás í annað sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 20:31 Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um hertar aðgerðir í sjónvarpsávarpi í kvöld. EPA/Ian Langsdon Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um hertar aðgerðir í kvöld sem taka eiga gildi á föstudaginn en í annað sinn frá því að faraldurinn hófst verður samfélaginu svo gott sem skellt í lás í Frakklandi. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar Frakklands hvattir til að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri starfsemi eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi að því er segir í frétt BBC. Í gær greindust um 33 þúsund með covid-19 en undanfarna daga hefur tala látinna farið hækkandi en daglegur fjöldi látinna af völdum sjúkdómsins nú er sá mesti síðan í apríl. Macron segir þá stöðu blasa við að þessi önnur bylgja faraldursins í Frakklandi verði mun erfiðari við að eiga en þá fyrri. Þá greindi Angela Merkel Þýskalandskanslari frá því fyrr í dag að Þjóðverjar verði að grípa til tafarlausra aðgerða. Kallaði hún eftir „meiriháttar samhentu átaki þjóðarinnar“ til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Ekkert lát hefur verið á útbreiðslu veirunnar í Evrópu að undanförnu. Útgöngubann hefur verið sett á sem gildir á kvöldin og á nóttunni í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Frakklandi. Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira
Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um hertar aðgerðir í kvöld sem taka eiga gildi á föstudaginn en í annað sinn frá því að faraldurinn hófst verður samfélaginu svo gott sem skellt í lás í Frakklandi. Samkvæmt nýjum reglum verða íbúar Frakklands hvattir til að halda sig heima nema í algjörum undantekningartilfellum, svo sem til að sinna nauðsynlegri starfsemi eða af heilbrigðisástæðum. Veitingahúsum og börum verður gert að loka en skólar verða opnir áfram auk þess sem verksmiðjur mega halda áfram starfsemi að því er segir í frétt BBC. Í gær greindust um 33 þúsund með covid-19 en undanfarna daga hefur tala látinna farið hækkandi en daglegur fjöldi látinna af völdum sjúkdómsins nú er sá mesti síðan í apríl. Macron segir þá stöðu blasa við að þessi önnur bylgja faraldursins í Frakklandi verði mun erfiðari við að eiga en þá fyrri. Þá greindi Angela Merkel Þýskalandskanslari frá því fyrr í dag að Þjóðverjar verði að grípa til tafarlausra aðgerða. Kallaði hún eftir „meiriháttar samhentu átaki þjóðarinnar“ til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Ekkert lát hefur verið á útbreiðslu veirunnar í Evrópu að undanförnu. Útgöngubann hefur verið sett á sem gildir á kvöldin og á nóttunni í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Frakklandi.
Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira