Ætla byrja nýja NBA tímabilið fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 07:30 LeBron James gæti tekið sér lengra frí og sleppt fyrstu leikjum Los Angeles Lakers á nýju tímabili. Getty/Mike Ehrmann NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020 NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020
NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira