Ekki talin þörf á útgöngubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 10:42 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Sjá meira