Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 11:00 Eiður Smári Guðjohnsen fór frá Chelsea til Barcelona og var hluti af einu albesta knattspyrnuliði allra tíma. Getty/Mike Egerton Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira