Æskilegt að samræma aðferðafræði við opnun og lokun landamæra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 12:53 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira