Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld.
Rúnar Alex er þar með fjórði Íslendingurinn til að leika með Arsenal.
Það voru ekki aðeins við Íslendingar sem vorum spennt að sjá Rúnar Alex í marki Arsenal í kvöld en goðsögnin David Seaman – fyrrum markvörður liðsins sem og enska landsliðsins – beið í ofvæni eftir að sjá íslenska markvörðinn leika listir sínar.
Just turned the @Arsenal game on and looking forward to seeing @runaralex in goal tonight #goalkeepersunion #EuropaLeague #ARSDUN
— David Seaman (@thedavidseaman) October 29, 2020
Gestirnir frá Írlandi byrjuðu ágætlega og áttu skot af löngu færi sem Rúnar Alex varði vel í horn. Hann greip hornspyrnuna sem kom í kjölfarið sem og aðra síðar í fyrri hálfleik. Þar með var verki hans í leiknum svo gott sem lokið en heimamenn tóku hægt og rólega öll völd á vellinum þrátt fyrir að eiga erfitt með að brjóta ísinn.
Stíflan brast svo á 42. mínútu þegar Edward Nketiah skoraði eftir hornspyrnu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Joesph Willock Arsenal í 2-0 með góðu skoti innan vítateigs.
16 - Arsenal have had 16 shots in the first half against Dundalk, the most attempts they have had in the opening 45 minutes of a game since October 2017 against Everton (17), under Arsene Wenger. Firing. #UEL pic.twitter.com/kzFMBIhX4n
— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2020
Staðan var því 2-0 í hálfleik og ef gestirnir höfðu gert sér einhverjar vonir um endurkomu í þeim síðari þá hurfu þær þegar aðeins hál mínúta eða svo var liðin. Nicolas Pepe skoraði þá þriðja mark Arsenal með góðu skoti fyrir utan teig.
Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og lokatölur því 3-0 fyrir Arsenal sem er með tvo sigra eftir tvo leiki í B-riðli Evrópudeildarinnar. Er þetta í fyrsta sinn sem Arsenal heldur hreinu á Emirates-vellinum í síðan liðið mætti Norwich City þann 1. júlí, síðan þá hafa liðið sex leikir.
Arsenal have kept a home clean sheet for the first time across all competitions since July 1st (vs. Norwich), ending a six-game run without one.
— Squawka Football (@Squawka) October 29, 2020
The Runar Runarsson effect. pic.twitter.com/JiHeTQtJs7
Molde vann svo 1-0 sigur á Rapid Vín í hinum leik riðilsins.