Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 20:01 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira