Ellert B. Schram kynntist sjálfur spillingu og mútum í forsetakosningum hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:00 Sepp Blatter heilsar Lennart Johansson á FIFA þingi en til vinstri er bókarkápan á nýrri endurminningarbók Ellert B. Schram. Samsett/Getty/liewig christian Sepp Blatter var kjörinn forseti FIFA í fyrsta sinn árið 1998 en þá var hann í baráttu við Svíann Lennart Johansson. Ellert B. Schram tók þátt í kosningabaráttu Svíans og komst þar strax að því hvernig Sepp Blatter gerði hlutina. Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ og forseti ÍSÍ, segir meðal annars frá kynnum sínum af spillingu innan Alþjóða knattspyrnusambandsins í nýrri endurminningabók sem er að koma út fyrir jólin. Bókarkápan. Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókin heitir ELLERT – Endurminningar Ellerts B. Schram. Ellert B. Schram hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Endurminningar Ellerts skráir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur. Ellert var formaður Knattspyrnusambands Íslands á árunum 1973 til 1989 og sat í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) bæði frá 1982 til 1986 og frá 1990 til 1994. Í bókinni er meðal annars kafli sem fjallar um forsetakjör í Alþjóðaknattspyrnusambandinu en Ellert var um skeið varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá það sem Ellert segir í bókinni um þetta fræga forsetakjör hjá FIFA í júní árið 1998. Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Sepp Blatter var kjörinn forseti FIFA í fyrsta sinn árið 1998 en þá var hann í baráttu við Svíann Lennart Johansson. Ellert B. Schram tók þátt í kosningabaráttu Svíans og komst þar strax að því hvernig Sepp Blatter gerði hlutina. Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ og forseti ÍSÍ, segir meðal annars frá kynnum sínum af spillingu innan Alþjóða knattspyrnusambandsins í nýrri endurminningabók sem er að koma út fyrir jólin. Bókarkápan. Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókin heitir ELLERT – Endurminningar Ellerts B. Schram. Ellert B. Schram hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Endurminningar Ellerts skráir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur. Ellert var formaður Knattspyrnusambands Íslands á árunum 1973 til 1989 og sat í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) bæði frá 1982 til 1986 og frá 1990 til 1994. Í bókinni er meðal annars kafli sem fjallar um forsetakjör í Alþjóðaknattspyrnusambandinu en Ellert var um skeið varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá það sem Ellert segir í bókinni um þetta fræga forsetakjör hjá FIFA í júní árið 1998. Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“
Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira