Bara ein kona í nýjum Ólympíuhópi FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 12:30 Þessi fimm skipa nýjan Ólympíuhóp Frjálsíþróttsambands Íslands fyrir ÓL 2020 (21). Þau eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Hlynur Andrésson og Sindri Hrafn Guðmundsson. FRÍ Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020
Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira