Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. október 2020 13:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón að baki sér á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. Hertar aðgerðir taka gildi strax á miðnætti og gilda á öllu landinu Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þar sem hún kynnti hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er það sem okkar allra besta fólk telur að dugi til að snúa veiruna niður í þessari lotu. En þetta virkar bara ef við snúum bökum saman, sýnum samstöðu og förum eftir reglunum,“ segir Svandís. Á fundinum greindi hún frá því að tveggja metra reglan verði áfram í gildi, grímuskylda verði aukin. Sundlaugar verði lokaður, íþróttastarf leggist af í bili. Þá þurfa krár og skemmtistaðir að hafa lokað og veitingastaðir að loka klukkan níu. Greindi hún einnig frá því að börn fædd á árinu 2015 og síðar séu undanþegin reglum um fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu og grímuskyldu. Gildir til og með 17. nóvember Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Svandís ræddi breytingarnar nánar að loknum fundi. „Landspítalinn sem er okkar flaggskip er á neyðarstigi og víða í heilbrigðiskerfinu er álag. Meira um veikindi í farsóttarhúsum en áður. Það er ekki ráðrúm til þess núna að bíða og sjá til, að vona það besta, heldur kynnum við nú aðgerðir sem taka gildi strax á miðnætti. Takmörkum samskipti, hittum eins fáa og við getum, höldum tveggja metra reglunni, notum andlitsgrímur og þvoum hendur og sprittum,“ segir Svandís. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi: 10 manna fjöldatakmörk meginregla. - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins. - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Íþróttir óheimilar. Sundlaugum lokað. Sviðslistir óheimilar. Krám og skemmtistöðum lokað. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00. Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar). Undanþáguheimildir: Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkunum vegna félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heilbrigðisstarfsemi og félagsþjónusta. Ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á blaðamannafundi menntamálaráðherra á sunnudaginn. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að vonandi muni aðgerðirnar skila árangri á einni til tveimur vikum. En þá þurfi allir að taka þátt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu. 30. október 2020 12:50 190 sendir heim vegna gruns um smit Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag. 30. október 2020 12:45 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 75 leik- og grunnskólabörn í Reykjavík smituð Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna. 30. október 2020 11:08 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. Hertar aðgerðir taka gildi strax á miðnætti og gilda á öllu landinu Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þar sem hún kynnti hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er það sem okkar allra besta fólk telur að dugi til að snúa veiruna niður í þessari lotu. En þetta virkar bara ef við snúum bökum saman, sýnum samstöðu og förum eftir reglunum,“ segir Svandís. Á fundinum greindi hún frá því að tveggja metra reglan verði áfram í gildi, grímuskylda verði aukin. Sundlaugar verði lokaður, íþróttastarf leggist af í bili. Þá þurfa krár og skemmtistaðir að hafa lokað og veitingastaðir að loka klukkan níu. Greindi hún einnig frá því að börn fædd á árinu 2015 og síðar séu undanþegin reglum um fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu og grímuskyldu. Gildir til og með 17. nóvember Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Svandís ræddi breytingarnar nánar að loknum fundi. „Landspítalinn sem er okkar flaggskip er á neyðarstigi og víða í heilbrigðiskerfinu er álag. Meira um veikindi í farsóttarhúsum en áður. Það er ekki ráðrúm til þess núna að bíða og sjá til, að vona það besta, heldur kynnum við nú aðgerðir sem taka gildi strax á miðnætti. Takmörkum samskipti, hittum eins fáa og við getum, höldum tveggja metra reglunni, notum andlitsgrímur og þvoum hendur og sprittum,“ segir Svandís. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi: 10 manna fjöldatakmörk meginregla. - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins. - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Íþróttir óheimilar. Sundlaugum lokað. Sviðslistir óheimilar. Krám og skemmtistöðum lokað. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00. Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar). Undanþáguheimildir: Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkunum vegna félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heilbrigðisstarfsemi og félagsþjónusta. Ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á blaðamannafundi menntamálaráðherra á sunnudaginn. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að vonandi muni aðgerðirnar skila árangri á einni til tveimur vikum. En þá þurfi allir að taka þátt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu. 30. október 2020 12:50 190 sendir heim vegna gruns um smit Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag. 30. október 2020 12:45 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 75 leik- og grunnskólabörn í Reykjavík smituð Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna. 30. október 2020 11:08 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu. 30. október 2020 12:50
190 sendir heim vegna gruns um smit Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag. 30. október 2020 12:45
Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07
75 leik- og grunnskólabörn í Reykjavík smituð Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna. 30. október 2020 11:08