Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 21:01 Guðni segir ákvörðun KSÍ hafa verið þungbæra en ákvörun sem varð að taka. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00