Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum segjum við frá því að ellefu tilkynningar hafa borist lögreglu vegn gruns um sóttvarnabrot. Fjórar tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi og var einn fluttur á sjúkrahús. 

Rætt verður við Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis sem hefur boðað að hann ætli ekki að bjóða sig fram í næstu þingkosningum. 

Rætt er við mann sem hefur búið hér á landi í tæp sjö ár og greitt fulla skatt en á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Maðurinn hefur sótt um alþjóðlega vernd en vísa á honum og fjölskyldu hans úr landi.

Þá heimsækjum við Gamla bakaríið á Ísafirði en eigandinn hefur ákveðið að skella í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur kallað á mikla viðveru og getur hann ekki beðið eftir að keyra hringveginn, eitthvað sem hann hefur aldrei náð að gera.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×