Það var nýliðaslagur á Cravan Cottage í kvöld er Fulham og WBA mættust en þessi lið komu upp úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Fulham vann 2-0 sigur.
A first #PL win of the season for Fulham #FULWBA pic.twitter.com/Y6LQaxNorO
— Premier League (@premierleague) November 2, 2020
Bobby Reid kom Fulham yfir á 26. mínútu eftir stoðsendingu Aleksandar Mitrović sem skallaði boltann á Bobby sem kom boltanum í netið.
Aleksandar Mitrović lagði einnig upp annað mark Fulham. Þá lagði hann boltann fyrir Ola Aina sem þrumaði boltanum í netið. Frábært mark og lokatölur 2-0.
Fulham er með fjögur stig eftir sjö leiki en WBA er í átjánda sætinu, sæti neðar en Fulham, með þrjú stig. Þeir hafa enn ekki unnið leik.
2 - Aleksandar Mitrovic has registered two assists in a league game for the first time ever in English football. Set-up. #FULWBA
— OptaJoe (@OptaJoe) November 2, 2020