Ný eftirlitsflugvél konunglega breska flughersins hefur verið nefnd Andi Reykjavíkur, eða Spirit of Reykjavík. Vélin er af gerðinni Poseidon MRA 1.
Í færslu á Facebook-síðu flughersins segir að nafnið sé tilkomið til að heiðra hlutverk íslensku höfuðborgarinnar og Íslendinga í sigri bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í Síðari-heimsstyrjöldinni.

Þar segir jafnframt að sökum takmarkaðrar flugdrægni hafi breski flugherinn átt erfitt um vik við eftirlit á Norður-Atlantshafi frá stöðvum sínum í Bretlandi. Þýskir kafbátar hafi gert birgðarskipum bandamanna erfitt fyrir á stórum svæðum þar sem eftirlit hafi verið takmarkað.
Þar segir jafnframt að í styrjöldinni hafi nýr flugvöllur, sjóflugvélastöð og eldsneytisstöð í Reykjavík skipt miklu. Það hafi í raun gert bandamönnum kleift að sinna eftirliti úr lofti og haft mikil áhrif í baráttunni við þýsku kafbátana.
Andi Reykjavíkur er væntanlegur til Lossiemouth stöðvarinnar í Norður-Skotlandi á morgun.
The fourth Royal Air Force Poseidon MRA1 maritime patrol aircraft, which will arrive at RAF Lossiemouth tomorrow, has...
Posted by Royal Air Force on Monday, November 2, 2020