Hátt í 10% íbúa Dalvíkurbyggðar í sóttkví: „Okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 23:31 Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, boðaði til rafræns íbúafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira