Hátt í 10% íbúa Dalvíkurbyggðar í sóttkví: „Okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 23:31 Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, boðaði til rafræns íbúafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira