Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:46 Hjónin Elma Stefanía og Mikael búa steinsnar frá vettvangi hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau héldu sig innandyra líkt og yfirvöld höfðu sagt fólki að gera og fylgdust með fréttum. Vísir Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“. Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“.
Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24
Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35