Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:42 Frá Foldabæ í Grafarvogi. Úrræðið hefur verið starfrækt í 24 ár. Reykjavíkurborg Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira