Vinnuslys varð við nýbyggingu í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Maður slasaðist þar á hendi og var fluttur af slysstað með sjúkrabíl. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um líðan þess slasaða í dagbók lögreglu, þar sem tilkynnt er um málið.
Þá var lögreglu tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í verslun í Hlíðahverfi á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn reyndist eftirlýstur vegna annars máls. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Tveir eru jafnframt grunaðir um þjófnað úr matvöruverslun í borginni. Tekin var skýrsla af báðum á vettvangi.
Þá ók ökumaður á umferðarskilti í umdæmi lögreglu í Hafnarfirði á fjórða tímanum og ók svo af vettvangi. Lögregla handtók ökumannin skömmu síðar en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.