Biden eygir kjörmennina 270 en Trump gæti enn sigrað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 20:24 Úrslit munu varla liggja fyrir í kvöld, þar sem Biden þarf að sigra í Nevada til að komast í Hvíta húsið og þar verður ekkert gefið upp um ótalin atkvæði fyrr en á morgun. epa/Justin Lane Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira