Sköpum skemmtilegri foreldra! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Fólk sem hefur góða geðheilsu finnur fyrir andlegri vellíðan sem gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína og blómstra í lífi og starfi. Það er brýnt að beina sjónum að uppvaxtarskilyrðum barna. Þar eru sóknarfæri til að efla geðheilsu. Mikilvægt er að börn fái þjónustu snemma til þess að taka á málum áður en þau eru orðin alvarleg svo sem fæstir þurfi að nýta sérhæfða þjónustu, t.d. barna- og unglingageðdeildar. Því miður hafa börn og ungmenni þurft að bíða of lengi eftir því að komast að, en sem betur fer eru geðheilbrigðismál í forgangi heilbrigðisráðherra. Takmarkið hlýtur að vera að góður aðgangur sé að slíkri þjónustu og að sem fæstir þurfi að nýta hana. Því er mikilvægt að á vegum heilbrigðisráðherra sé verið að vinna að innleiðingu geðræktar og forvarnarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á upplýsingafundi Almannavarna 4. nóvember sl. var m.a. rætt um líðan barna og ungmenna. Þar kom Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur með frábæra ábendingu um það að foreldrar þurfi að hlúa að sinni eigin geðheilsu og ekki síður að gæta sín á að vera ekki leiðinlegir. Þetta skiptir gríðarlegu máli inn í uppvaxtarskilyrði barna. Við þurfum að hafa samfélagsgerð sem styður við foreldra til þess að geta hugsað vel um börnin sín. Til þess að foreldrar hafi orkuna og aðstæðurnar til þess geta verið skemmtileg. Þess vegna skiptir máli að afkoma barnafjölskyldna sé góð og mikilvægt að nú sé verið að lengja fæðingarorlof svo að foreldrar geti verið lengur með börnum sínum á fyrsta æviskeiði þeirra og að foreldrum sé tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að góðum skilyrðum fyrir börn og þannig stuðlum við að góðri geðheilsu þeirra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar