Atvinnulífið tekur við keflinu! Soffía Sigurgeirsdóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 9. nóvember 2020 09:00 UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Félagasamtök Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun