„Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 19:00 Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði umtalaðri auglýsingu NOVA, Allir úr! (Ljósmyndarinn Saga Sig tók myndina af Þóru). Samsett „Mér fannst þetta fyrst og fremst frábært verkefni með góðum og jákvæðum boðskap og ég sá strax mikla möguleika á að geta gert flotta auglýsingu úr hugmyndinni,“ segir leikstjórinn Þóra en hún leikstýrði umtöluðustu auglýsingu landsins, Allir úr! Í auglýsingunni má sjá fjölda Íslendinga meðal annars dansa, hlaupa, hjóla og versla í matinn á Adams- og Evuklæðunum. „Hugmyndin kom frá Jón Ara Helgasyni og Dóru Haraldsdóttur hjá Brandenburg og síðan vann ég að útfærslu hugmyndarinnar í samvinnu við þau,“ segir Þóra. Hið náttúrulegasta að horfa á Allir úr! auglýsingu fjarskiptafyrirtækisins NOVA er ætlað að hvetja fólk til að nota úr með e-símkorti og hvíla símann. Auglýsingin var frumsýnd í sjónvarpi fyrir landsleik Íslands og Litháen í handbolta á miðvikudag. „Við viljum vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. Við þurfum nefnilega að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr, er haft eftir Margréti Tryggvadóttur framkvæmdastjóra NOVA um auglýsinguna. Auglýsingin allir úr hefur vakið mikla athygli.Þóra Hilmarsdóttir „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir Þóra. Í fyrsta sinn á reddit „Ég vonaðist bara eftir því að fólk sæi mikilvægi boðskaparins og gleðina sem fylgir auglýsingunni en færi kannski ekki að bölva því að fólk væri nakið í sjónvarpinu fyrir klukkan átta að kvöldi og börn að horfa því þetta á einnig að vera hið náttúrulegasta fyrir alla að horfa á og ekki síst börnin.“ Þóra segir að viðbrögðin hafi verið alveg eins og hún vonaðist eftir. Íris Dögg Einarsdóttir ljósmyndari tók myndirnar sem birst hafa úr auglýsingaherferðinni síðustu daga. „Fólk er almennt að bregðast mjög jákvætt við og auglýsingin hefur skapað góða umræðu. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem vinnan mín ratar inn á reddit.” Auglýsingin hefur hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga, meðal annars út fyrir landsteinana. Auglýsingin fékk mjög jákvæð viðbrögð á samfélagsmiðlum og hjá lesendum Vísis, þegar auglýsingin var birt í frétt fyrr í vikunni. Svo virðist sem Íslendingar almennt fagni þessari nálgun á líkamsvirðingu í auglýsingu. Finnsk heimildarmynd um nudista Alda Guðjónsdóttir sá um leikaraval sem hún vann svo í samstarfi við Þóru og teymið hjá Brandenburg. Þóra segir að það hafi komið sér á óvart hvað fólk var til í að vera nakið í tökunum og sjá að því leið bara mjög vel þannig. „Þegar á hólminn var komið vorum við bara "jæja við erum að gera þetta“ en síðan varð þetta strax mjög náttúrulegt allt saman og allir lítið að kippa sér upp við nektina á tökustaðnum. Þetta byrjaði alveg á fullum krafti hjá okkur með nöktum hlaupum og hjólreiðum í Laugardalnum. Við sem einhverjir listrænir kvikmyndagerðarmenn vildum skjóta á þeim tíma sem ljósið var fallegast seinnipartinn og vorum ekki alveg búin að sjá fyrir okkur alla umferðina af skokkurum og börnum á leið heim úr skólanum. Svo við áttum fullt í fangi með að stýra umferðinni á göngustígunum og ég get ímyndað mér að þeir sem sáu glitta í okkur skildu ekki mikið í hvað væri í gangi. Það ríkti líka mikil leynd yfir því sem við vorum að gera og margir vegfarendur voru að spyrja okkur fyrir hvað þetta væri en við reyndum að komast hjá því að svara eða segja að við værum að gera einhverja finnska heimildamynd um nudista.“ Nöktu Íslendingarnir náðu athygli vegfarenda á meðan tökum stóð. Mikil leynd hvíldi þó yfir verkefninu.Þóra Hilmarsdóttir Allir bossar sprittaðir Tökurnar sjálfar gengu vonum framan þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir sem einkennt hafa árið 2020. „Ég vinn hjá fyrirtæki sem heitir Skot Productions sem sá um framleiðsluna. Við tókum auglýsinguna upp yfir þrjá daga fyrir um tveimur vikum síðan svo við rétt sluppum fyrir Covid fjöldatakmarkanir. En það eru stífir verkferlar og grímuskylda sem við fórum eftir og auðvitað allar hendur og bossar vel sprittaðir.“ Þóra hefur vakið mikla athygli fyrir verkefni sín síðustu misseri, eins og tvo þætti sem hún leikstýrði af þáttunum Brot og myndband Of Monsters and Men við lög eins og Wild Roses og Visitor. Eins og er er Þóra að leikstýra tveimur þáttum af Stellu Blomkvist II, en er þó í smá tökuhléi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Auglýsingin þykir hvetja til líkamsvirðingar en allir leikararnir koma þar fram naktir.Þóra Hilmarsdóttir „Við getum vonandi haldið áfram tökum þegar þessi bylgja dettur niður og takmörkunum aflétt. En það er ótrúlega skemmtilegt verkefni sem býr til ákveðinn hliðarheim á Íslandi. Síðan erum við í fjármögnunarferli fyrir fyrstu bíómyndina mína sem fer í tökur á næsta ári og heitir Konur eftir bók Steinars Braga. Einnig eru ég og Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur að skrifa Sci-fi seríu sem hefur verið mjög viðeigandi á COVID tímum,“ útskýrir Þóra. „Ég hef verið mjög heppin með að vera í vinnu nánast allan tímann. Í fyrstu bylgjunni var ég að leikstýra þætti af væntanlegri íslenskri Netflix seríu sem heitir Katla úr smiðju Baltasars Kormáks. Sú framleiðsla lagði línurnar í Covid verklagi innan kvikmyndaiðnaðarins hér á landi og gekk gríðarlega vel. En þau verkefni sem ég hef ætlað að taka að mér erlendis eru öll í biðstöðu. Ég upplifi mig mjög heppna að vera á Íslandi sem kvikmyndagerðarmaður á tímum Covid. Síðan höfum við reynt að nýta tímann vel við skrif eins og svo margir aðrir kvikmyndagerðarmenn. Svo ég held að það megi búast við einhverri sprengju af handritum eftir að þetta er allt yfirstaðið.“ Hér fyrir neðan er hægt að horfa á Allir úr! auglýsingu Þóru. Allir úr! from Novaisland on Vimeo. Samfélagsmiðlar Helgarviðtal Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Mér fannst þetta fyrst og fremst frábært verkefni með góðum og jákvæðum boðskap og ég sá strax mikla möguleika á að geta gert flotta auglýsingu úr hugmyndinni,“ segir leikstjórinn Þóra en hún leikstýrði umtöluðustu auglýsingu landsins, Allir úr! Í auglýsingunni má sjá fjölda Íslendinga meðal annars dansa, hlaupa, hjóla og versla í matinn á Adams- og Evuklæðunum. „Hugmyndin kom frá Jón Ara Helgasyni og Dóru Haraldsdóttur hjá Brandenburg og síðan vann ég að útfærslu hugmyndarinnar í samvinnu við þau,“ segir Þóra. Hið náttúrulegasta að horfa á Allir úr! auglýsingu fjarskiptafyrirtækisins NOVA er ætlað að hvetja fólk til að nota úr með e-símkorti og hvíla símann. Auglýsingin var frumsýnd í sjónvarpi fyrir landsleik Íslands og Litháen í handbolta á miðvikudag. „Við viljum vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. Við þurfum nefnilega að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr, er haft eftir Margréti Tryggvadóttur framkvæmdastjóra NOVA um auglýsinguna. Auglýsingin allir úr hefur vakið mikla athygli.Þóra Hilmarsdóttir „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir Þóra. Í fyrsta sinn á reddit „Ég vonaðist bara eftir því að fólk sæi mikilvægi boðskaparins og gleðina sem fylgir auglýsingunni en færi kannski ekki að bölva því að fólk væri nakið í sjónvarpinu fyrir klukkan átta að kvöldi og börn að horfa því þetta á einnig að vera hið náttúrulegasta fyrir alla að horfa á og ekki síst börnin.“ Þóra segir að viðbrögðin hafi verið alveg eins og hún vonaðist eftir. Íris Dögg Einarsdóttir ljósmyndari tók myndirnar sem birst hafa úr auglýsingaherferðinni síðustu daga. „Fólk er almennt að bregðast mjög jákvætt við og auglýsingin hefur skapað góða umræðu. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem vinnan mín ratar inn á reddit.” Auglýsingin hefur hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga, meðal annars út fyrir landsteinana. Auglýsingin fékk mjög jákvæð viðbrögð á samfélagsmiðlum og hjá lesendum Vísis, þegar auglýsingin var birt í frétt fyrr í vikunni. Svo virðist sem Íslendingar almennt fagni þessari nálgun á líkamsvirðingu í auglýsingu. Finnsk heimildarmynd um nudista Alda Guðjónsdóttir sá um leikaraval sem hún vann svo í samstarfi við Þóru og teymið hjá Brandenburg. Þóra segir að það hafi komið sér á óvart hvað fólk var til í að vera nakið í tökunum og sjá að því leið bara mjög vel þannig. „Þegar á hólminn var komið vorum við bara "jæja við erum að gera þetta“ en síðan varð þetta strax mjög náttúrulegt allt saman og allir lítið að kippa sér upp við nektina á tökustaðnum. Þetta byrjaði alveg á fullum krafti hjá okkur með nöktum hlaupum og hjólreiðum í Laugardalnum. Við sem einhverjir listrænir kvikmyndagerðarmenn vildum skjóta á þeim tíma sem ljósið var fallegast seinnipartinn og vorum ekki alveg búin að sjá fyrir okkur alla umferðina af skokkurum og börnum á leið heim úr skólanum. Svo við áttum fullt í fangi með að stýra umferðinni á göngustígunum og ég get ímyndað mér að þeir sem sáu glitta í okkur skildu ekki mikið í hvað væri í gangi. Það ríkti líka mikil leynd yfir því sem við vorum að gera og margir vegfarendur voru að spyrja okkur fyrir hvað þetta væri en við reyndum að komast hjá því að svara eða segja að við værum að gera einhverja finnska heimildamynd um nudista.“ Nöktu Íslendingarnir náðu athygli vegfarenda á meðan tökum stóð. Mikil leynd hvíldi þó yfir verkefninu.Þóra Hilmarsdóttir Allir bossar sprittaðir Tökurnar sjálfar gengu vonum framan þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir sem einkennt hafa árið 2020. „Ég vinn hjá fyrirtæki sem heitir Skot Productions sem sá um framleiðsluna. Við tókum auglýsinguna upp yfir þrjá daga fyrir um tveimur vikum síðan svo við rétt sluppum fyrir Covid fjöldatakmarkanir. En það eru stífir verkferlar og grímuskylda sem við fórum eftir og auðvitað allar hendur og bossar vel sprittaðir.“ Þóra hefur vakið mikla athygli fyrir verkefni sín síðustu misseri, eins og tvo þætti sem hún leikstýrði af þáttunum Brot og myndband Of Monsters and Men við lög eins og Wild Roses og Visitor. Eins og er er Þóra að leikstýra tveimur þáttum af Stellu Blomkvist II, en er þó í smá tökuhléi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Auglýsingin þykir hvetja til líkamsvirðingar en allir leikararnir koma þar fram naktir.Þóra Hilmarsdóttir „Við getum vonandi haldið áfram tökum þegar þessi bylgja dettur niður og takmörkunum aflétt. En það er ótrúlega skemmtilegt verkefni sem býr til ákveðinn hliðarheim á Íslandi. Síðan erum við í fjármögnunarferli fyrir fyrstu bíómyndina mína sem fer í tökur á næsta ári og heitir Konur eftir bók Steinars Braga. Einnig eru ég og Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur að skrifa Sci-fi seríu sem hefur verið mjög viðeigandi á COVID tímum,“ útskýrir Þóra. „Ég hef verið mjög heppin með að vera í vinnu nánast allan tímann. Í fyrstu bylgjunni var ég að leikstýra þætti af væntanlegri íslenskri Netflix seríu sem heitir Katla úr smiðju Baltasars Kormáks. Sú framleiðsla lagði línurnar í Covid verklagi innan kvikmyndaiðnaðarins hér á landi og gekk gríðarlega vel. En þau verkefni sem ég hef ætlað að taka að mér erlendis eru öll í biðstöðu. Ég upplifi mig mjög heppna að vera á Íslandi sem kvikmyndagerðarmaður á tímum Covid. Síðan höfum við reynt að nýta tímann vel við skrif eins og svo margir aðrir kvikmyndagerðarmenn. Svo ég held að það megi búast við einhverri sprengju af handritum eftir að þetta er allt yfirstaðið.“ Hér fyrir neðan er hægt að horfa á Allir úr! auglýsingu Þóru. Allir úr! from Novaisland on Vimeo.
Samfélagsmiðlar Helgarviðtal Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira