Það verða fjölmargir Íslendingar í eldlínunni á sportrásum Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag en alls eru ellefu beinar útsendingar í dag.
Dagurinn hefst klukkan 09.30 á Stöð 2 Golf er Aphrodite Hills Cyprus Showdown á Evróputúrnum fer fram en klukkan 18.00 er það svo Houston Open á PGA-túrnum.
Juventus hefur hikstað aðeins í upphafi tímabilsins en Andrea Pirlo og lærisveinar hans mæta Lazio á útivelli. Eitt skemmtilegasta lið Ítalíu, Atalanta, fær svo Inter Milan í heimsókn.
Andri Fannar Baldursson og félagar í Bologna fá svo Napoli í heimsókn en Piteå og Rosengård mætast einnig í sænska boltanum. Glódís Perla Viggósdóttir er í liði Rosengård.
Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Hereda San Pablo Burgos klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport og í kvöld er það svo stórleikur í spænska fótboltanum er Valencia og Real Madrid mætast.
Það er einnig tvíhöfði af NFL í dag; Buffalo Bills gegn Seattle Seahawks annars vegar og hins vegar Arizona Cardinals og Miami Dolphins.