Tólf ára gamall örn, eða síbrotafugl eins og lögreglan á Vestfjörðum kallar hann, var í dag handsamaður eftir að hafa komið sér í ógöngur. Þetta er annað skiptið sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af fuglinum.
Lögreglan á Vesturlandi hafði fyrir nokkrum árum afskipti af erninum þegar hann var grútarblautur og ósjálfbjarga.
Örninn fékk svo lögreglufylgd í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem nú er verið að hlúa að honum.
Þessi 12 ára gamli síbrotafugl var handsamaður dag eftir að hann kom sér í ógöngur, en þetta er í annað skiptið sem,...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunday, November 8, 2020