Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 08:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira