Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 09:37 Landakotspítali Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent