Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 16:09 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40
Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39
Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16