Ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 23:01 Eiður Smári á hliðarlínunni í sumar. Hann mun stýra FH næstu tvö árin. Vísir/Hulda Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira