Neville telur framlínu Tottenham nægilega góða til að vinna deildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 07:01 Þegar allir eru heilir er framlína Tottenam ógnvænleg. Tottenham Hotspur/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, telur framlínu Tottenham Hotspur nægilega góða til að vinna ensku úrvalsdeildinni. Þetta kom fram í pistli Gary Neville á Sky Sports í gærkvöldi. Þó hann telji sóknarlínu Tottenham nægilega góða til að landa titlinum þá telur hann liðið í heil sinni ekki nægilega gott til að skáka Liverpool og Manchester City. Tottenham vann nauman 1-0 sigur á West Bromwich Albion um helgina og fór um stund í efsta sæti deildarinnar í kjölfarið. Var það í fyrsta skipti síðan árið 2014 sem Tottenham sat í efsta sæti deildarinnar. Þjálfari liðsins telur liðið nægilega gott til að vinna hinar ýmsu deildir Evrópu. "This team could be champions in many European countries." Here's what Jose Mourinho had to say after Spurs briefly topped the table following their 1-0 win at West Brom... pic.twitter.com/8lGEFndmOx— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2020 Þó Neville hafi sýnar efasemdir um liðið sem er nú í 2. sæti deildarinnar þá telur hann það eina af mögnuðustu sögum fótboltans ef José Mourinho myndi stýra Tottenham til sigurs. „Það væri eitthvað sem myndi trufla stuðningsmenn Chelsea, Manchester United og Arsenal. Það væri ein af þessum frábærum sögum, af því að Tottenham vinnur ekki deildarkeppni,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Hann er með framlínuna til að gera það,“ bætti hann við. Jame Carragher, kollegi Neville hjá Sky, vill helst að sitt fyrrum lið – Liverpool – landi titlinum en ef það gengur ekki upp vill hann sjá Mourinho stýra Tottenham til sigurs. „Ég myndi elska að sjá Mourinho vinna aftur. Hann hefur mátt þola svo mikla gagnrýni undanfarin ár, að hann sé búinn að vera. Ég myndi elska að sjá hann vinna og setja tvo fingur á loft,“ sagði Carragher fyrir nokkrum vikum. Þegar flest lið hafa leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham í 2. sæti deildarinnar með 17 stig, stigi á eftir toppliði Leicester City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, telur framlínu Tottenham Hotspur nægilega góða til að vinna ensku úrvalsdeildinni. Þetta kom fram í pistli Gary Neville á Sky Sports í gærkvöldi. Þó hann telji sóknarlínu Tottenham nægilega góða til að landa titlinum þá telur hann liðið í heil sinni ekki nægilega gott til að skáka Liverpool og Manchester City. Tottenham vann nauman 1-0 sigur á West Bromwich Albion um helgina og fór um stund í efsta sæti deildarinnar í kjölfarið. Var það í fyrsta skipti síðan árið 2014 sem Tottenham sat í efsta sæti deildarinnar. Þjálfari liðsins telur liðið nægilega gott til að vinna hinar ýmsu deildir Evrópu. "This team could be champions in many European countries." Here's what Jose Mourinho had to say after Spurs briefly topped the table following their 1-0 win at West Brom... pic.twitter.com/8lGEFndmOx— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2020 Þó Neville hafi sýnar efasemdir um liðið sem er nú í 2. sæti deildarinnar þá telur hann það eina af mögnuðustu sögum fótboltans ef José Mourinho myndi stýra Tottenham til sigurs. „Það væri eitthvað sem myndi trufla stuðningsmenn Chelsea, Manchester United og Arsenal. Það væri ein af þessum frábærum sögum, af því að Tottenham vinnur ekki deildarkeppni,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Hann er með framlínuna til að gera það,“ bætti hann við. Jame Carragher, kollegi Neville hjá Sky, vill helst að sitt fyrrum lið – Liverpool – landi titlinum en ef það gengur ekki upp vill hann sjá Mourinho stýra Tottenham til sigurs. „Ég myndi elska að sjá Mourinho vinna aftur. Hann hefur mátt þola svo mikla gagnrýni undanfarin ár, að hann sé búinn að vera. Ég myndi elska að sjá hann vinna og setja tvo fingur á loft,“ sagði Carragher fyrir nokkrum vikum. Þegar flest lið hafa leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham í 2. sæti deildarinnar með 17 stig, stigi á eftir toppliði Leicester City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira