Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 09:08 Britney Spears á sviði í Las Vegas árið 2020. AP/Steve Marcus Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent