Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anna Kristín og Hildur Vala, 12 ára dóttir hennar eiga gæðastundir saman í sófanum inn í stofu þegar mamman prjónar og dóttirin heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að prjónaskap því hún hannar sínar eigin prjónauppskriftir í exel, prjónar eftir uppskriftunum og fær ættingja sína til að sitja fyrir á myndum, sem hún tekur sjálf á símann sinn. Anna segir mikla prjónaþörf hjá landsmönnum á tímum kórónuveirunnar. Anna Kristín, sem starfar sem deildarstjóri á leikskólanum á Hvolsvelli sest oftast niður með prjónana þegar hún kemur heim úr vinnunni. Stofuborðið er fullt af prjónavörum, sem hún hefur hannað og prjónað, þó mest af lopapeysum. Anna hefur prjónað frá því að hún var barn og nú er dóttir hennar, 12 ára, Hildur Vala Smáradóttir farin að hekla á meðan mamma hennar prjónar. En hvað er prjónaskapurinn að gefa Önnu Kristínu? „Fyrst og fremst útrás fyrir sköpunarþörfina, mér finnst gaman að búa til nýtt og skapa, sjá eitthvað verða til.“ Anna Kristín segir að fólk sé alls staðar að prjóna, konur og karlar á tímum Covid. „Já, ég finn það líka hvað fólki finnst gaman að vera að prjóna núna, það situr meira með sjálfum sér, það er mikill áhugi, það er ekki spurning,“ segir Anna. Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur með eigin uppskriftum, sem allar hafa slegið í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna Kristín hefur gefið út þrjár prjónabækur, sem kallast „Prjónafjör“ en uppskriftirnar í bækurnar hannar hún heima í tölvunni sinni í Excel og Word. Hún hefur tekið allar myndirnar í bækurnar en ættingjar hennar og íbúar á Hvolsvelli sitja fyrir á myndunum, allt prjónavörur eftir hana. Nýjasta bókin hennar var að koma út. „Þetta eru bara skemmtilegar bækur, allt úr ullinni, peysur fyrir alla og fleira, húfur og vettlingar, já fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir að geta fundið eitthvað. Mér finnst ótrúlega gaman búa til ný munstur, prjóna það og prófa og sjá hvernig það kemur út. Ég vinn allar mínar prjónauppskriftir heima í tölvunni í Word og Excel og svo fer ég bara út og blikka vini og ættingja til að vera fyrirsætur hjá mér, það eru alltaf allir til í það, sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég tek þetta bara upp á símann, klára svo að vinna þetta og set þetta svo bara í prentun,“ segir Anna Kristín. Nýjasta bókin, „Prjónafjör 3“ var að koma út og hefur selst mjög vel enda er Anna Kristín mjög þakklát fyrir viðtökurnar sem bókin og bækurnar hennar hafa fengið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Prjónaskapur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira