Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 10:08 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi í morgun. AP/Lukas Coch Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka. Ástralía Afganistan Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka.
Ástralía Afganistan Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira