Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Tinni Sveinsson skrifar 12. nóvember 2020 17:22 Hvernig er veðrið í Borgarnesi? er meðal spurninga sem hægt er að spyrja Emblu, appið sem skilur íslensku. Miðeind Fyrirtækið Miðeind sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt frá útgáfu appsins Emblu, sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsíma. „Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum,“ segir í tilkynningunni. Embla byggir meðal annars á tækni sem Miðeind hefur þróað undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms. Svarar spurningum Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og mælieiningar. Til dæmis má spyrja hana: Hvað er opið lengi í Melabúðinni? Hvað er langt í jólin? Hver er Vigdís Finnbogadóttir? Hvað segir Wikipedia um granít? Hvernig er veðrið í Borgarnesi? Embla getur líka sagt hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi, lesið upp fréttayfirlit og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Hægt er að spyrja Emblu um ferðir Strætó en hún býr yfir rauntímaupplýsingum.Vísir/Vilhelm Veit allt um Strætó Í Emblu er ítarleg virkni fyrir Strætó, en notendur geta spurt hana hvar og hvenær strætisvagnar stoppa, hvaða stoppistöð sé næst og hvaða vagnar stoppi þar. Þá hefur hún rauntímaupplýsingar um ferðir vagna og getur sagt hvort strætó sé seinn eða á undan áætlun. „Engar auglýsingar eru í Emblu og farið er með gögn samkvæmt skýrri persónuverndarstefnu. Embla hefur verið í þróun hjá Miðeind undanfarið eitt og hálft ár. Miðeind sérhæfir sig í máltækni og gervigreind fyrir íslensku, en þar starfa nú átta manns,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmaður Miðeindar stjórnar ljósum á ímynduðu heimili með hjálp Emblu en það er virkni sem vonast er til þess að geta boðið notendum upp á í framtíðinni. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Fyrirtækið Miðeind sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt frá útgáfu appsins Emblu, sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsíma. „Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum,“ segir í tilkynningunni. Embla byggir meðal annars á tækni sem Miðeind hefur þróað undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms. Svarar spurningum Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og mælieiningar. Til dæmis má spyrja hana: Hvað er opið lengi í Melabúðinni? Hvað er langt í jólin? Hver er Vigdís Finnbogadóttir? Hvað segir Wikipedia um granít? Hvernig er veðrið í Borgarnesi? Embla getur líka sagt hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi, lesið upp fréttayfirlit og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Hægt er að spyrja Emblu um ferðir Strætó en hún býr yfir rauntímaupplýsingum.Vísir/Vilhelm Veit allt um Strætó Í Emblu er ítarleg virkni fyrir Strætó, en notendur geta spurt hana hvar og hvenær strætisvagnar stoppa, hvaða stoppistöð sé næst og hvaða vagnar stoppi þar. Þá hefur hún rauntímaupplýsingar um ferðir vagna og getur sagt hvort strætó sé seinn eða á undan áætlun. „Engar auglýsingar eru í Emblu og farið er með gögn samkvæmt skýrri persónuverndarstefnu. Embla hefur verið í þróun hjá Miðeind undanfarið eitt og hálft ár. Miðeind sérhæfir sig í máltækni og gervigreind fyrir íslensku, en þar starfa nú átta manns,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmaður Miðeindar stjórnar ljósum á ímynduðu heimili með hjálp Emblu en það er virkni sem vonast er til þess að geta boðið notendum upp á í framtíðinni.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent