Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:31 Lögregla þurfti að sinna fjölda útkalla frá fólki sem hefur áhyggjur af brotum á sóttvarnarlögum. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33